Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir nýja skoðun Félagsvísindastofnunar sýni að það sé hreyfing á fylginu og allt geti gerst. Könnunin segi hins vegar ekkert um stöðu Framsóknarflokksins vegna þess að könnunin var gerð áður en listi flokksins hafði verið birtur.
Samkvæmt könnunni fékk Framsóknarflokkurinn 2,3% fylgi sem er svipað og flokkurinn fékk í síðustu borgarstjórnarkosningum.
„Könnunin er gerð 10-18. nóvember og við birtum okkar lista 20. nóvember. Við lítum svo á að þessi könnun sé ekki marktæk fyrir okkur. Hún segir hins vegar mikið um stöðu Sjálfstæðisflokksins því hún er gerð skömmu eftir að flokkurinn kemur úr prófkjöri. Það er líka hreyfing á fylgi Bestaflokksins, því það er eitthvað minna en það mældist fyrst. Ég lít svo á að það sé mikil hreyfing á fylginu og að staðan sé galopin. Allt getur gerst og leiðin liggur bara upp á við fyrir okkur,“ segir Óskar.