„Ég hef lítið um þetta að segja. Allar kannanir þar til framboðslistar eru komnir fram verða ónákvæmar,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, um niðurstöður skoðunarkönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var dagana 6. - 18. nóvember sl. fyrir Morgunblaðið.
Þar kemur meðal annars fram að 33,1% kjósenda í Reykjavík vilji sjá Dag í stóli borgarstjóra eftir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor en næstur kemur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, með 11,7%.
„Við þurfum að fá skýrari heildarmynd af framboðunum til þess að fá skýrari mynd á stöðuna,“ sagði Halldór í samtali við mbl.is og bætti við að framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lægi heldur ekki fyrir í heild sinni.
Aðspurður sagði Halldór niðurstöðurnar þó jákvæða vísbendingu um það sem koma skal.
Frétt mbl.is: Viðurkenning á starfi meirihlutans