Rangur fjöldi fulltrúa í Hafnarfirði

Mistök urðu hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í útreikningi á fjölda bæjarfulltrúa í Hafnarfirði í könnun á fylgi flokka í bænum, sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm fulltrúa, eins og hann hefur í dag, en ekki fjóra eins og sagt var. Samfylkingin fengi þrjá menn, Björt framtíð tvo og Framsóknarflokkurinn einn. Meirihlutinn í Hafnarfirði væri engu að síður fallinn, væru þetta úrslit kosninga, en Vinstri græn náðu ekki inn manni.

Fimmti maður Sjálfstæðisflokksins reyndist öruggari inn en þriðji maður Bjartrar framtíðar og fyrsti maður Pírata, sem sagðir voru með nákvæmlega sama atkvæðamagn á bakvið sig. Félagsvísindastofnun segir fylgismun á þessum þremur mönnum þó vel innan skekkjumarka.

Skipting bæjarfulltrúa er birt rétt á meðfylgjandi korti og beðist er velvirðingar á mistökunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka