Þörf á að spyrja áleitinna og krefjandi spurninga

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra. Kristinn Ingvarsson

Inn­leiðing skóla­stefn­unn­ar Skóli án aðgrein­ing­ar hef­ur aldrei farið mark­visst fram að mati Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Sam­bandið hef­ur óskað eft­ir út­tekt á stefn­unni frá ár­inu 2008 og hef­ur verið unnið að slíkri út­tekt að und­an­förnu og er niðurstaðna að vænta í næsta mánuði. Sam­kvæmt könn­un hef­ur stór hluti grunn­skóla­kenn­ara nei­kvæð viðhorf til skóla­stefn­unn­ar.

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, seg­ir að spyrja þurfi áleit­inna og krefj­andi spurn­inga varðandi stöðu grunn­skól­ans. „Við vilj­um vita hvort við séum að ná ár­angri með þess­ari stefnu,“ seg­ir Ill­ugi.

Lektor við Menntavís­inda­svið HÍ seg­ir að póli­tísk­ar hrær­ing­ar hafi haft áhrif á stefnu­mót­un í mennta­kerf­inu í gegn­um tíðina. Gjarn­an hafi kenn­ing­um á þessu sviði verið fylgt eins og tísku­straum­um.

Í dag og næstu fjóra daga verður fjallað ít­ar­lega um mál­efni grunn­skól­anna á síðum Morg­un­blaðsins. Næstu vik­ur og mánuði fram að sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um verður fjallað ít­ar­lega um stærstu verk­efni sveit­ar­fé­lag­anna og er það hluti af kosn­ingaum­fjöll­un blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert