Safna liði gegn Ármanni

Kópavogur
Kópavogur Ómar Óskarsson

„Það lít­ur þannig út. Ég get ekki svarað því öðru­vísi, seg­ir Bragi Mika­els­son, formaður full­trúaráðs og kjör­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í Kópa­vogi, aðspurður hvort hluti flokks­manna sé að safna liði fyr­ir annað bæj­ar­stjóra­efni en Ármann Kr. Ólafs­son, nú­ver­andi bæj­ar­stjóra. 

Eins og mbl.is hef­ur sagt frá hef­ur mynd­ast gjá milli Gunn­ars Birg­is­son­ar, bæj­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins í Kópa­vogi, og Ármanns bæj­ar­stjóra í hús­næðismál­um. Stóð Gunn­ar með full­trú­um minni­hlut­ans á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í gær.

- Hvernig er and­rúms­loftið meðal sjálf­stæðismanna í Kópa­vogi?

Ands­rúms­loftið hef­ur til þessa verið þokka­lega gott að und­an­skild­um ákveðnum og tak­mörkuðum hóp sem er í kring­um Gunn­ar Birg­is­son.

Það hef­ur verið al­mennt nokkuð gott and­rúms­loft og mikið starf hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um í Kópa­vogi að und­an­skil­um nokkr­um ein­stak­ling­um í kring­um Gunn­ar Birg­is­son. Hins veg­ar hef ég ekki átt orðaskipti við Gunn­ar Birg­is­son í nokkra mánuði því hann hef­ur ekki látið sjá sig. Ég á ekki í nein­um illind­um eða óró­leika við hann sem mér er kunn­ugt um.“

Fyrst og fremst þrír fram­bjóðend­ur 

- Hverj­ir eru í þeim hópi sem þú nefn­ir að styðji Gunn­ar?

„Af fram­bjóðend­um er það nátt­úru­lega fyrst og fremst Jó­hann Ísberg og Þóra Mar­grét Þór­ar­ins­dótt­ir sem hafa stutt Gunn­ar mjög ít­ar­lega. Það eru nokkr­ir fleiri ein­stak­ling­ar, já og Gunn­laug­ur Snær Ólafs­son. Ég held að ég megi segja að hann hafi stutt Gunn­ar Birg­is­son líka,“ seg­ir Bragi en lista fram­bjóðenda má sjá hér

- Hversu öfl­ug­ur er hóp­ur­inn í kring­um Gunn­ar? Eru uppi hug­mynd­ir um að fylkja sér að baki öðru bæj­ar­stjóra­efni en Ármanni í kosn­ing­un­um í vor?

„Það lít­ur þannig út. Ég get ekki svarað því öðru­vísi. Ég get ekki full­yrt neitt um það en ég veit að það eru dreifðar skoðanir í þeim hópi með það al­veg eins og annað. Ég hefði talið að sjálf­stæðis­menn ættu að fylkja sér að baki nú­ver­andi odd­vita og bæj­ar­stjóra sem hef­ur staðið sig að mínu mati vel í starfi.“

Illindi aldrei til góða

- Hvaða af­leiðing­ar hef­ur þetta verið flokk­inn svo skömmu fyr­ir kosn­ing­ar?

„Það er aldrei gott að það sé óró­leiki í flokkn­um. Ég held að flokk­ur­inn hafi haft mjög góða stöðu hér í bæn­um og eigi að geta haft. Ég vona auðvitað að svona vær­ing­ar leiði ekki til þess að flokk­ur­inn tapi stöðu sinni.“

- Hvað ætlið þið að gera inn­an full­trúaráðsins?

„Við erum með stjórn­ar­fund í full­trúaráðinu í dag og ég get ekki svarað hvað gert verður fyrr en að hon­um lokn­um.“

Stefn­an ekki verið rædd í Kópa­vogi

- Tel­urðu að Gunn­ar hafi fylkt sér að baki minni­hluta­sjón­ar­miði meðal sjálf­stæðismanna í Kópa­vogi?

 „Ég get nátt­úru­lega ekki full­yrt neitt um það. Þessi hús­næðis­stefna eins og hann kynn­ir hana í bæj­ar­stjórn hef­ur ekki verið rædd á fund­um flokks­ins. Meg­in­stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins í gegn­um tíðina hef­ur verið eigna­stefn­an [inn­skot, stund­um nefnd sér­eigna­stefna í hús­næðismál­um]. Mín skoðun er al­veg skýr. Það sem þarf að gera í þjóðfé­lag­inu er að hjálpa þeim sem minna mega sín og byggja leigu­íbúðir. En nýj­ar leigu­íbúðir eru afar dýr­ar fyr­ir skjól­stæðinga fé­lagsþjón­ust­unn­ar, svo dæmi sé tekið.“

- Þannig að þú vilt fara aðrar leiðir í hús­næðismál­um?

„Já. Ég tel eðli­legra að það sé mótuð í heild sinni á landsvísu ný íbúðastefna og að hún nái bæði til leigj­enda og kaup­enda. Að bæt­ur og hús­næðis­bæt­ur verði af­greidd­ar í gegn­um skatt­kerfið en ekki sveit­ar­fé­lög­in. Það er mín skoðun per­sónu­lega.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert