Theódór sækist eftir 5. sætinu

Theódór Kristjánsson.
Theódór Kristjánsson. mbl.is

Theó­dór Kristjáns­son sæk­ist eft­ir 5. sæti í próf­kjöri sjálf­stæðismanna í Mos­fells­bæ þann 8. fe­brú­ar næst­kom­andi.

Theó­dór er aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn við embætti lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu. Hann er vara­bæj­ar­full­trúi í Mos­fells­bæ og hef­ur tekið virk­an þátt í sveit­ar­stjórn­ar­mál­um í bæn­um frá ár­inu 2006. Hann er formaður íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar og sit­ur í stjórn skíðasvæða höfuðborg­ar­svæðis­ins. Hann er einnig formaður af­reksnefnd­ar Golf­sam­bands Íslands og hef­ur setið í stjórn sam­bands­ins frá 2007. Theó­dór er kvænt­ur Maríu Páls­dótt­ur og eiga þau þrjú börn.

„Ég er þakk­lát­ur fyr­ir að hafa fengið tæki­færi til að starfa að bæj­ar­mál­um í Mos­fells­bæ und­an­far­in tvö kjör­tíma­bil. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið bæði skemmti­leg­ur og ekki síður lær­dóms­rík­ur tími. Mig lang­ar til að taka áfram þátt í upp­bygg­ingu í ört vax­andi sveit­ar­fé­lagi og óska eft­ir stuðningi Mos­fell­inga til þess,“ seg­ir Theó­dór í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert