Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn sá stærsti í borginni.
Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn sá stærsti í borginni. mbl.is/Hjörtur

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú sá stærsti í borginni með 27,5 prósenta fylgi, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Björt framtíð er næststærst, með rúm 25 prósenta fylgi, og kemur Samfylkingin fast á hæla flokksins með tuttugu prósenta fylgi. 

Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Ríkisútvarpsins.

Píratar, sem munu bjóða sig fram í fyrsta skipti í borginni í vor, mælast með 11,4 prósenta fylgi og fengju tvo borgarfulltrúa. Þá bætir Framsóknarflokkurinn við sig fylgi, fer úr 3,3 prósentum í 4,8. Sömu sögu er að segja af Vinstri grænum. Fylgi flokksins fer úr 9,3 prósentum í 10,8.

Miðað við þessar tölur fengi Sjálfstæðisflokkurinn fimm borgarfulltrúa, Björt framtíð fjóra, Samfylkingin þrjá, Píratar tvo og Vinstri græn einn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert