Sturla Sær sækist eftir 6. sæti

Sturla Sær Erlendson sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins …
Sturla Sær Erlendson sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Sturla Sær Er­lends­son gef­ur kost á sér í 6. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Mos­fells­bæ sem fram fer 8. fe­brú­ar næst­kom­andi. Hann er þriðja árs nemi á fé­lags­fræðibraut á hag­fræðisviði í Mennta­skól­an­um við Sund.

Sturla er bor­inn og barn­fædd­ur Mos­fell­ing­ur og hef­ur tekið virk­an þátt í íþrótt­a­starfi og æfði m.a. bæði hand­bolta og fót­bolta með Aft­ur­eld­ingu. Með skóla starfar hann í Fisk­búðinni í Mos­fells­bæ. Sturla hef­ur tekið virk­an þátt í fé­lags­störf­um og hef­ur m.a. setið í bekkjar­ráði og skólaráði. Hann var full­trúi Lága­fells­skóla í Ung­mennaráði Mos­fells­bæj­ar.

„Ég hef alltaf haft áhuga á póli­tík og þess vegna ákvað ég nú að bjóða mig fram í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það er frá­bært að búa í Mos­fells­bæ, en alltaf er hægt að bæta. Ég tel að til dæm­is sé hægt að gera enn bet­ur í mál­um unga fólks­ins í bæn­um og ætla ég að leggja mig fram um að láta þeirra rödd hljóma. Í Ung­mennaráðinu lærðum við um stjórn­sýslu bæj­ar­ins og lögðum til ýms­ar breyt­ing­ar á mál­efn­um sem við töld­um að mætti breyta. Þessi reynsla kem­ur til með að nýt­ast mér vel í störf­um fyr­ir Mos­fells­bæ,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Sturlu Sæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert