Rósa efst samkvæmt fyrstu tölum

Rósa Guðbjartsdóttir ásamt Kristni Andersen bíða eftir fyrstu tölum.
Rósa Guðbjartsdóttir ásamt Kristni Andersen bíða eftir fyrstu tölum. mbl.is/Eggert

Rósa Guðbjartsdóttir er í efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði samkvæmt fyrstu tölum en prófkjörinu lauk klukkan 18:00 í dag.

Rósa er með 188 atkvæði í fyrsta sæti. Annar er Kristinn Andersen með 217 atkvæði í fyrsta og annað sæti og í þriðji er Ingi Tómasson með 151 atkvæði í 1.-3. sæti.

Fjórða sætið vermir Unnur Lára Bryde með 178 atkvæði í 1.-4. sæti samkvæmt fyrstu tölum, Kristín Thoroddsen er í fimmta sæti með 237 atkvæði í 1.-5. sæti og Helga Ingólfsdóttir er í því sjötta með 271 atkvæði í 1.-6. sæti.

Samtals greiddu 1.259 manns atkvæði í prófkjörinu en rúmlega 3.000 voru á kjörskrá. Samtals hafa verið talin 429 atkvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert