Dagur efstur í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson Eggert Jóhannesson

Dag­ur B. Eggerts­son, Björk Vil­helms­dótt­ir, Hjálm­ar Sveins­son og Krist­ín Soffía Jóns­dótt­ir leiða lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um sem fara fram í vor. Þetta eru niður­stöður flokksvals Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem fóru fram í dag og í gær.

Alls nýttu 1.732 fé­lags­menn at­kvæðis­rétt sinn í flokksval­inu. Kjör­sókn var 30,74%. Auð og ógild at­kvæði voru 30.

At­kvæði þeirra fjög­urra fram­bjóðenda sem hlutu bind­andi kosn­ingu:

1. sæti: Dag­ur B. Eggerts­son með 1.421 at­kvæði i það sæti, eða 82,2 %.

2. sæti: Björk Vil­helms­dótt­ir með 1.002 í fyrsta og annað sæti.

3. sæti: Hjálm­ar Sveins­son með 501 í fyrsta til þriðja sæti.

4. sæti: Krist­ín Soffía Jóns­dótt­ir með 665 í fyrsta til fjórða sæti.       

Mik­il ein­ing og eng­in leiðindi

„Mér fannst koma flott­ur og fjöl­breytt­ur listi út úr þessu. Þetta flokksval var lúxusvanda­mál, marg­ir sterk­ir í fram­boði,“ seg­ir Björk Vil­helms­dótt­ir í sam­tali við mbl.is.

„Eg er mjög ánægð með þetta, mjög ánægð með hvað flokk­ur­inn stend­ur gríðarlega sterk­ur. Við erum með sterk­an lista, það var mik­il stemn­ing í flokksval­inu, mik­il ein­ing og eng­in leiðindi. Við hlökk­um til kosn­inga­bar­átt­unn­ar.“

       

Björk Vilhelmsdóttir skipar annað sætið.
Björk Vil­helms­dótt­ir skip­ar annað sætið. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert