Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur mælast báðir með rúmlega 28% fylgi í Reykjavík samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Björt framtíð bætir við sig þremur prósentustigum frá síðustu könnun og myndi fá fimm menn inn í borgarstjórn eins og Sjálfstæðisflokkur. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.