Dagur með mest fylgi

Nær helmingur kjósenda í Reykjavík vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, verði næsti borgarstjóri í Reykjavík. Stuðningur við hann mælist 48,1%.

Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Í könnun í janúar var fylgi Dags 49,4%.

Í fréttaskýring um niðurstöður könnunarinnar í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að stuðningur við Halldór Halldórsson, oddvita sjálfstæðismanna, hefur aukist talsvert frá síðustu könnun. Nú vill rúmlega fjórðungur kjósenda, 25,2%, að hann verði næsti borgarstjóri, en þeir voru 20% í janúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert