Tapar fimm af sex fulltrúum

Listi fólks­ins, sem hef­ur hrein­an meiri­hluta í bæj­ar­stjórn Ak­ur­eyr­ar, gyldi af­hroð og tapaði fimm af sex bæj­ar­full­trú­um sín­um, ef kosið yrði nú, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands gerði fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 18. til 23. fe­brú­ar.

Fylgi Lista flokks­ins hrap­ar úr 45% í kosn­ing­un­um 2010 í 13,1% sam­kvæmt könn­un­inni, sem fjallað er um í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er nú stærsti flokk­ur­inn á Ak­ur­eyri með 23,2% fylgi og fengi þrjá bæj­ar­full­trúa. Vinstri græn eru með 16,7% fylgi og fá tvo full­trúa kjörna. Fylgi Bjartr­ar framtíðar er 16,6% sem gef­ur tvo full­trúa. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn nýt­ur stuðnings 14,7% kjós­enda og fengi einnig tvo bæj­ar­full­trúa. Sam­fylk­ing­in tap­ar fylgi, fær 8,7% og einn full­trúa. Bæj­arlist­inn, sem nú á einn full­trúa, fengi eng­an mann kjör­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert