Tapar fimm af sex fulltrúum

Listi fólksins, sem hefur hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, gyldi afhroð og tapaði fimm af sex bæjarfulltrúum sínum, ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 18. til 23. febrúar.

Fylgi Lista flokksins hrapar úr 45% í kosningunum 2010 í 13,1% samkvæmt könnuninni, sem fjallað er um í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn er nú stærsti flokkurinn á Akureyri með 23,2% fylgi og fengi þrjá bæjarfulltrúa. Vinstri græn eru með 16,7% fylgi og fá tvo fulltrúa kjörna. Fylgi Bjartrar framtíðar er 16,6% sem gefur tvo fulltrúa. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 14,7% kjósenda og fengi einnig tvo bæjarfulltrúa. Samfylkingin tapar fylgi, fær 8,7% og einn fulltrúa. Bæjarlistinn, sem nú á einn fulltrúa, fengi engan mann kjörinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert