„Ekki hægt að skorast undan“

Sturla Böðvarsson í Stykkishólmsbæ.
Sturla Böðvarsson í Stykkishólmsbæ. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég sóttist ekki eftir þessu, hef verið að vinna á öðrum vettvangi. Ég hætti mjög sáttur í landsmálapólitíkinni 2009 og var staðráðinn í að láta gott heita.“

Þetta segir Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, sem verður í baráttusætinu á H-lista framfarasinnaðra Hólmara fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sturla er jafnframt bæjarstjóraefni listans en hann var sveitarstjóri og bæjarstjóri í Stykkishólmi áður en hann fór á þing, á árunum 1974 til 1991.

Sturla segir að það hafi verið mat uppstillingarnefndar og staðfest á fundi sjálfstæðisfélagsins í gær að kalla þyrfti til breiðari hóp til að vinna að málum. Á listanum eru óháðir borgarar og fólk sem er flokksbundið í öðrum flokkum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert