Mestur stuðningur við Dag sem borgarstjóra

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, nýtur mests stuðnings í embætti borgarstjóra í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið.

Tæplega 55% þátttakenda, sem afstöðu tóku í könnuninni, vilja að hann verði næsti borgarstjóri. Stuðningur við önnur borgarstjóraefni hefur dalað, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, er í öðru sæti eins og í fyrri könnunum í vetur. Vilja 22,7% fá hann sem borgarstjóra. Í febrúar nam stuðningur við hann 25,2%. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, nýtur stuðnings 8,2% kjósenda en 9,7% í febrúar. Fylgi við Sóleyju Tómasdóttur, oddvita VG, er nú 3,%, var 6%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka