Skoðanakönnun þar sem fram kom að 40% myndu íhuga að kjósa nýtt framboð hægri manna hefur vakið sterk viðbrögð að sögn Ólafs Þórs Gylfasonar, framkvæmdastjóra MMR. Hann segir að skoðanakönnunin hafi verið alfarið hugmynd MMR sem reglulega geri skoðanakannanir á málefnum líðandi stundar.
„Tilefni skoðanakönnunarinnar var bara það að þetta málefni var búið að vera í umræðunni vikurnar á undan,“ segir Ólafur.
Stjórnmálamenn höfðu samband
Hann segir að starfsfólk MMR hafi ekki upplifað svo sterk viðbrögð við skoðanakönnunum fyrirtækisins, sérstaklega í ljósi þess að fjölmiðlar sem og aðrir hafi haft samband við fyrirtækið á meðan verið var að vinna skoðanakönnunina.
„Við höfum ekki upplifað að könnun okkar hafi vakið svo sterk viðbrögð á meðan hún er í vinnslu,“ segir Ólafur.
Hann segir að meðal annarra hafi stjórnmálamenn haft samband við fyrirtækið á meðan verið var að vinna könnunina, en það hafi einungis verið til að fá upplýsingar um hana.
Þorsteinn notaður til aðgreiningar
Aðspurður hvers vegna sérstaklega var til tekið fram í spurningunni hvort fólk styddi framboðið ef það nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, segir Ólafur að það hafi verið til þess skilgreina betur hvað fælist í orðum um frjálslyndan hægri flokk.
„Fólk getur haft ólíkan skilning á því hvað felst í frjálslyndum hægri flokki. Því var þetta orðað svona til þess að aðgreina betur hvað þetta hugsanlega framboð myndi standa fyrir út frá áherslum í Evrópumálum,“ segir Ólafur.
Spurning skoðanakönnunarinnra hljómaði svona:Kæmi til greina að þú kysir nýtt framboð hægrimanna, sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokks, ef það byði fram í næstu Alþingiskosningum.