Nýr hægriflokkur nyti 20% stuðnings

Benedikt Jóhannesson er formaður sjálfstæðra Evrópumanna. Hann tengist hópnum sem …
Benedikt Jóhannesson er formaður sjálfstæðra Evrópumanna. Hann tengist hópnum sem stóð að könnuninni. mbl.is/Eggert

Í nýrri skoðana­könn­un sem Capacent Gallup gerði fyr­ir hóp sem kann­ar mögu­leika á stofn­un nýs stjórn­mála­flokks kem­ur fram að 21,5% aðspurða telja það lík­legt eða ör­uggt að þeir myndu kjósa Evr­óp­us­innaðan flokk hægra meg­in við miðju. Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag.

Þá kem­ur fram, að 16% segi það hvorki lík­legt né ólík­legt og 62,5% segja það ólík­legt eða að þau myndu ör­ugg­lega ekki kjósa flokk­inn.

Spurt var: „Ef fram kæmi nýtt fram­boð Evr­óp­us­innaðs flokks hægra meg­in við miðju, hvers lík­legt eða ólík­legt er að þú myndri greiða slíku fram­boði at­kvæði þitt í alþing­is­kosn­ing­um ef kosið yrði til Alþing­is í dag?“

Könn­un­in var unn­in 3. til 10. apríl. Svar­end­ur voru 1.667 og ar af tóku 1.378 af­stöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert