Vinstri græn munu hugsa um börnin

Líf Magneudóttir og Sóley Tómasdóttir kynntu áherslur Vinstri grænna í …
Líf Magneudóttir og Sóley Tómasdóttir kynntu áherslur Vinstri grænna í Reykjavík í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Áhersl­urn­ar eru rót­tæk­ar og ábyrg­ar. Þær snú­ast um að jafna kjör, upp­ræta fá­tækt og vinna gegn sí­auk­inni mis­mun­un í sam­fé­lag­inu. Það verður fyrst og fremst gert með því að koma til móts við börn og barna­fjöl­skyld­ur,“ sagði Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík, í Björns­lundi í dag.

Björns­lund­ur er úti­kennslu­stofa Norðlinga­holts­skóla og sagði Líf Magneu­dótt­ir, sem skip­ar 2. sæti list­ans, ástæðu þess að fólk hafi verið boðað þangað að svæðið sé tákn­rænt fyr­ir áhersl­ur Vinstri grænna í borg­inni. „Við ætl­um að leggja mikla áherslu á börn. Og ef það væri ekki fyr­ir Vinstri græn þá væri þessi úti­kennslu­stofa kannski ekki til, vegna þess að við kom­um á fót nátt­úru­skól­an­um í den og það verk­efni hef­ur vaxið.“

Sól­ey og Líf skiptu með sér að greina frá helstu mál­efna­áhersl­um flokks­ins fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Líf hóf leik og var ljóst af orðum henn­ar að Vinstri græn ætla sér að hugsa um börn borg­ar­búa á næsta kjör­tíma­bili. „Fá­tækt er vax­andi vanda­mál í sam­fé­lag­inu og við vilj­um upp­ræta henni. Við vilj­um bjóða upp á gjald­frjálsa leik-, grunn­skóla og frí­stunda­heim­ili. Við vilj­um bjóða upp á gjald­frjálsa þjón­ustu við börn, bæði vegna þess að það er jafn­rétt­is­mál en líka vegna þess að þar býr að baki jafnaðarmanna­hugs­un­in og það er rétt­læt­is­mál. Við vilj­um að öll börn sitji við sama borð og létta byrðar barna­fjöl­skyldna, en það eru þær sem oft­ast þurfa að bera mestu byrðarn­ar í sam­fé­lag­inu.“

Þá sagði Líf að Vinstri græn vilji skapa pláss á borg­ar­rekn­um leik­skól­um til að koma inn börn­um þegar fæðing­ar­or­lofi lýk­ur. „Við ætl­um að þrýsta á ríkið og hefjast handa í Reykja­vík með því að fjölga mark­visst pláss­um.“

Farið í óþolandi sam­ein­ing­ar

Líf end­ur­tók að nýju að höfuðáhersl­an hjá Vinstri græn­um verði lögð á börn, mennt­un og þroska þeirra hvort sem er í leik­skóla, grunn­skóla eða frí­stund­a­starfi. „Og við ætl­um að treysta fag­stétt­un­um til þess. Það var farið út í al­gjör­lega óþolandi sam­ein­ing­ar sem engu skiluðu og það er komið rót á fag­starfið. Mynd­ast hef­ur trúnaðarbrest­ur hjá leik­skóla­kenn­ur­um og grunn­skóla­kenn­ur­um og þetta traust vilj­um við end­ur­vekja. Við vilj­um koma á virku sam­ráði, opna skóla­starfið og treysta fag­fólk­inu til að sinna því fag­starfi sem þar fer fram.“

Einnig vilja Vinstri græn stór­efla frí­stund­astarf fyr­ir 5.-7. bekk og 16-18 ára ung­menni. „Fyr­ir þessu ætl­um við að beita okk­ur.“

Orku­veit­an aldrei einka­vædd

Sól­ey tók næst til máls og sagði að standa þurfi með stofn­un­um sam­fé­lags­ins. Standa þurfi með hverf­is­skól­un­um, leik­skól­un­um og frí­stund­a­starf­inu. Standa þurfi með vel­ferðinni og standa þurfi með sam­fé­lags­leg­um fyr­ir­tækj­um sem borg­in rek­ur, s.s. Sorpu, Strætó og Orku­veit­unni. „Þá þarf kannski að leggja rík­ustu áhersl­una á Orku­veit­una sem skipt hef­ur verið upp og það eru blik­ur á lofti. All­ir flokk­ar hafa sýnt því áhuga að einka­væða Orku­veit­una að hluta eða í heild en við mun­um standa keik gegn því. Það er al­gjört lyk­il­atriði að þess­ar stofn­an­ir og fyr­ir­tæki séu rek­in á ábyrgð sam­fé­lags­ins og að al­menn­ing­ur hafi for­ræði yfir þeim. Öðru­vísi kom­um við aldrei til með að hafa hér al­menni­legt vel­ferðarsam­fé­lag.“

Þá sagði hún að borg­in þurfi að vera miklu ábyrg­ari gagn­vart auðlind­um sín­um, ekki síst jarðhita­auðlind­inni á Hell­is­heiði. „Það er ljóst að við fór­um alltof geyst af stað þar og við erum að of­nýta svæðið. Við mun­um ekki samþykkja nein­ar frek­ari virkj­an­ir á svæðinu fyrr en jafn­vægi hef­ur náðst og fund­in hef­ur verið lausn á brenni­steins­meng­un og niður­dæl­inga­vand­an­um.“

Einka­bíll­inn mesta mein­semd­in

Sól­ey benti þá á að all­ar borg­ir heims séu að vinna að áætl­un vegna lofts­lags­vand­ans. „Það er eitt­hvað sem Reykja­vík­ur­borg þarf að taka miklu fast­ari tök­um. Það ger­um við meðal ann­ars með því að þétta byggð, breyta sam­göngu­mát­um, draga úr sóun og neyslu og auka sorp­hirðu. En ekki síst með því að auka nærþjón­ustu þannig að fólk geti nálg­ast það sem það þarf án þess að nota einka­bíl­inn. Einka­bíll­inn er ein­hver mesta mein­semd þegar kem­ur að lofts­lags­vánni.“

Þá sagði hún Vinstri græn standa með hús­næðis­stefnu borg­ar­inn­ar og þeim áform­um sem eru uppi. „Það er þannig að við mun­um byggja á kjör­tíma­bil­inu 2.500 íbúðir, leigu- og bú­setu­rétta­r­í­búðir, til þess að bæta hús­næðismarkaðinn og gera hann sann­gjarn­ari. En við ætl­um einnig að gera áætl­un um að eyða biðlist­um eft­ir fé­lags­leg­um íbúðum, hjá þeim sem eru í brýnni þörf. Við telj­um að það séu um 550 íbúðir sem þarf að byggja eða kaupa til þess.“

Vefsvæði Vinstri grænna

Líf Magneudóttir og Sóley Tómasdóttir í Björnslundi, útikennslustofu Norðlingaholtsskóla í …
Líf Magneu­dótt­ir og Sól­ey Tóm­as­dótt­ir í Björns­lundi, úti­kennslu­stofu Norðlinga­holts­skóla í dag. mbl.is/​Andri Karl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert