Höfnuðu ekki hugmynd Guðna

Þórir Ingþórsson, formaður Kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík.
Þórir Ingþórsson, formaður Kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík.

Formaður Kjör­dæm­is­sam­bands fram­sókn­ar í Reykja­vík (KFR) seg­ir það rangt sem fram kem­ur í forsíðufrétt Morg­un­blaðsins að kjör­dæm­is­sam­bandið hafi hafnað hug­mynd­um Guðna Ágústs­son­ar um fram­boð fram­sókn­ar­manna og flug­vall­arsinna. Þvert á móti hafi hann verið hvatt­ur til að vinna áfram að skip­an list­ans á þeim for­send­um.

Þórir Ingþórs­son, formaður KFR, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu vegna frétt­ar Morg­un­blaðsins að það skuli áréttað að full ein­ing hafi verið milli stjórn­ar kjör­dæm­is­sam­bands Fram­sókn­ar í Reykja­vík og Guðna Ágústs­son­ar um fram­boð hans og sátt um skip­an í önn­ur sæti list­ans. „Stjórn­in og Guðni unnu sam­eig­in­lega að því verk­efni fram að því að Guðna sner­ist hug­ur á miðviku­dags­morg­unn, enda hafði stjórn KFR þá þegar samþykkt og hand­salað við Guðna að hann tæki odd­vita­sæti list­ans. Vinn­an gekk vel og að kvöldi þriðju­dags kvaddi und­ir­ritaður Guðna í sam­eig­in­leg­um skiln­ingi um að vinn­unni yrði haldi áfram sam­eig­in­lega að morgni miðviku­dags.“

Þá seg­ir hann að ákvörðun Guðna um að draga fram­boð sitt til baka af per­sónu­leg­um ástæðum degi síðar hafi því komið mjög á óvart í ljósi þessa sam­starfs. „Á fundi upp úr há­degi á miðviku­dag með for­manni, vara­for­manni og rit­ara flokks­ins ásamt for­manni og vara­for­manni kjör­dæm­is­sam­bands­ins, greindi Guðni viðstödd­um frá því að hann hefði tekið ákvörðun sína af per­sónu­leg­um ástæðum í sam­ráði við fjöl­skyldu sína og reifaði meðal ann­ars hug­mynd­ir um að flug­vall­arsinn­ar og aðrir aðilar skipuðu sæti á list­an­um ásamt flokks­bundnu fram­sókn­ar­fólki.

Vel var tekið í þær hug­mynd­ir og því var full­ljóst á miðviku­dag að hug­mynd­um Guðna Ágústs­son­ar um fólk til að skipa list­ann var í engu mót­mælt. Þvert á móti var hann hvatt­ur til að vinna áfram að skip­an list­ans á þeim for­send­um með stjórn kjör­dæm­is­sam­bands­ins. All­ar full­yrðing­ar í fjöl­miðlum um að stjórn KFR hafi á ein­hvern hátt staðið skipu­lega í vegi fyr­ir hug­mynd­um Guðna Ágústs­son­ar um skip­an list­ans eru því ein­fald­lega rang­ar. “

Þórir gagn­rýn­ir einnig blaðamann Morg­un­blaðsins og seg­ir hann ekki hafa haft sam­band við formann eða vara­formann KFR þrátt fyr­ir að frétt­in snúi beint að stjórn kjör­dæm­is­sam­bands­ins. „Það er veru­lega ámæl­is­vert að fjöl­miðlar skuli birta rang­ar full­yrðing­ar á þenn­an hátt án þess að ræða við þá sem hlut eiga að máli. Að birta slíka frétt byggða á orðrómi ókönnuðum hjá þeim sem í hlut eiga, og það á forsíðu, get­ur í besta falli tal­ist víta­vert dómgreind­ar­leysi af hálfu blaðamanns­ins og Morg­un­blaðsins.“

Frétt Morg­un­blaðsins: Höfnuðu hug­mynd Guðna

Guðni Ágústsson
Guðni Ágústs­son Ómar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert