Höfnuðu hugmynd Guðna

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Meg­in­skýr­ing þess að Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og land­búnaðarráðherra, hætti við að leiða lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík er sú að stjórn kjör­dæm­is­sam­bands Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík hafnaði hug­mynd­um Guðna um breytt fyr­ir­komu­lag fram­boðsmá­la.

Sam­kvæmt áreiðan­leg­um heim­ild­um Morg­un­blaðsins lagði Guðni það til við stjórn­ina, eft­ir að hafa kynnt for­manni flokks­ins hug­mynd­ir sín­ar, að fram­boðið yrði breikkað og væri ekki ein­ung­is fram­boð Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, held­ur einnig fram­boð flug­vall­arsinna.

Þannig taldi Guðni, sam­kvæmt sömu heim­ild­um, að tvennt myndi ávinn­ast; Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn í Reykja­vík myndi stór­efl­ast og bar­átt­unni fyr­ir áfram­hald­andi veru flug­vall­ar­ins í Vatns­mýri myndi sömu­leiðis vaxa fisk­ur um hrygg, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert