„Rétt skal vera rétt“

Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson Kristinn Ingvarsson

„Rétt skal vera rétt,“ sagði Guðni Ágústsson í samtali við mbl.is í dag vegna fréttar Morgunblaðsins um hugmyndir hans um útvíkkun framboðs Framsóknarflokksins í borginni og yfirlýsingar formanns Kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík. Hann segir að útvíkkun framboðsins hafi ekki komið til greina.

„Það er sannleikanum samkvæmt að þegar þeir fólu mér að leiða listann, sem er rétt eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag, sjö samþykktu og þrír sátu hjá, þá sögðu þeir mér, þegar ég spurði um afgreiðslu þeirra á tillögu minni með að víkka framboðið út - þannig að það héti framboð Framsóknarflokksins og flugvallarsinna í Reykjavík - og fá þannig til liðs við okkur óflokksbundið fólk sem styddi áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, að slíkt kæmi ekki til greina. Þeir höfnuðu því og sögðu að þetta yrði hreint framboð Framsóknarflokksins,“ segir Guðni.

Hann leggur áherslu á að stjórn kjördæmissambandsins hafi verið honum sammála um þá áherslu sem hann vildi leggja á flugvallarmálið í kosningabaráttunni en að útvíkkun framboðsins hafi á hinn bóginn ekki komið til greina.

Frétt mbl.is: Höfnuðu ekki hugmynd Guðna

Frétt mbl.is: Höfnuðu hugmynd Guðna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert