Bjartsýn fyrir hönd framboðsins

Sveinbjörg Birna Sveinsbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík.
Sveinbjörg Birna Sveinsbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík.

„Ég er mjög bjartsýn fyrir hönd framboðsins, þetta er fyrsta blandaða framboðið í landinu í langan tíma. Við höfum fengið til liðs við okkur fólk til að leggja skynsamlegri ákvarðanatöku í nærsamfélaginu lið,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.

Sveinbjörg segir að framboðið muni leggja áherslu á þrjú mál í þessari stuttu en snörpu kosningabaráttu. Áhersla verður lögð á húsnæðisöryggi, að tryggja borgarbúum húsnæði í samræmi við fjölskyldustærð.

Í öðru lagi verður áhersla lögð á flugvöllinn, en Sveinbjörg segir að þar liggi fyrir skýr ályktun með flugvellinum frá flokkþingi Framsóknarflokksins og í þriðja lagi  verður áhersla lögð á fjölskyldu og menntamál, að forgangsraða fjármunum í þágu ungra Reykvíkinga.

Aðspurð segir Sveinbjörg að stefnt sé að því að ná tveimur fulltrúum í borgastjórn, en konur skipa efstu fjögur sæti listans.

1. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, héraðsdómslögmaður

2. Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, héraðsdómslögmaður

3. Gréta Björg Egilsdóttir, íþróttafræðingur

4. Jóna Björg Sætran, menntunarfræðingur og markþjálfi

5. Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrv. lögreglumaður

6. Ríkharð Óskar Guðnason, útvarpsmaður

7. Trausti Harðarson, viðskiptafræðingur

8. Herdís Telma Jóhannsdóttir, verslunareigandi

9. Katrín Dögg Ólafsdottir, jafnréttisfulltrúi lögreglunnar

10. Jón Sigurðsson, skemmtikraftur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert