Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur boðað til félagsfundar í Valhöll næsta laugardag.
Þar verður lögð fram tillaga stjórnar Varðar um breytingu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 31. maí næstkomandi.
Eins og kom fram í Morgunblaðinu í síðustu viku, þá sagði Jórunn Ósk Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sig úr Sjálfstæðisflokknum og bað um að nafn hennar yrði tekið af framboðslista flokksins, en hún samþykkti í nóvember í fyrra að skipa heiðurssæti listans.