Sundlaugavinir í framboð í Kópavogi

Hjálmar Hjálmarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi
Hjálmar Hjálmarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi Árni Sæberg

Næstbestiflokkurinn og sundlaugavinir munu bjóða fram til bæjarstjórnarkosninga í Kópavogi í vor. „Það er okkar skoðun að sundlaugarnar í Kópavogi séu á heimsmælikvarða. Þær eru sannarlega mikilvægur og ódýr vettvangur til hollrar hreyfingar, félagslegra samskipta og almennrar lýðheilsu,“ segir í grein Hjálmars Hjálmarssonar, oddvita framboðsins, í Kópavogsfréttum.

Fulltrúar Næstbesta munu leggja allt sitt af mörkum svo Kópavogsbúum geti í framtíðinni gefist kostur á ódýrri líkamsrækt í okkar stórkostlegu sundlaugum,“ segir ennfremur í greininni og: „Við bjóðum fram lista óvenjulegra Kópavogsbúa sem hafa engin bein hagmunatengsl við fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök eða stjórnmálaflokka í bænum. Okkar eina hugsjón er að vinna að hagsmunum allra í Kópavogi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert