Meirihlutinn í borgarstjórn heldur velli

Borgarstjórn Reykjavíkur.
Borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­fylk­ing­in er stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík sam­kvæmt nýrri könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands fyr­ir Morg­un­blaðið. Meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn held­ur velli. Könn­un­in var gerð dag­ana 30. apríl til 6. maí.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæl­ist nú 30,3%. Flokk­ur­inn fengi fimm borg­ar­full­trúa, en hef­ur þrjá núna. Fylgið hef­ur auk­ist frá síðustu könn­un í mars og veru­lega frá kosn­ing­un­um árið 2010, þegar flokk­ur­inn fékk 19,1% at­kvæða.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nýt­ur stuðnings 27,2% kjós­enda og fengi einnig fimm borg­ar­full­trúa eins og hann hef­ur nú, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um könn­un­ina í Morg­un­blaðinu í dag. Þetta er meira en í síðustu könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar í mars en minna fylgi en í kosn­ing­un­um fyr­ir fjór­um árum þegar flokk­ur­inn fékk 33,6% at­kvæða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka