Björt framtíð býður fram á níu stöðum

Björt framtíð í Reykjavík hóf kosningabaráttu sína sl. föstudag.
Björt framtíð í Reykjavík hóf kosningabaráttu sína sl. föstudag. mbl.is/Þórður

Björt framtíð mun bjóða fram í níu sveitarfélögum víðs vegar um landið í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí 2014. Öll framboðin hafa verið staðfest af yfirkjörstjórnum í viðkomandi sveitarfélögum og munu þau öll bjóða fram undir listabókstafnum Æ.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri framtíð.

„Besti flokkurinn bauð fram undir listabókstafnum Æ í síðustu sveitarstjórnarkosningum og þar sem sá flokkur hefur runnið inn í Bjarta framtíð þótti okkur við hæfi að nota þennan fallega bókstaf áfram. Svo rímar hann líka við maí,“ segir í tilkynningunni.

Boðið verður fram í eftirfarandi sveitarfélögum:

  • Akureyri
  • Akranesi
  • Árborg
  • Hafnarfirði
  • Kópavogi
  • Garðabæ
  • Snæfellsbæ
  • Ísafjarðarbæ
  • Reykjavík
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert