Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi bætir við sig einum bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið á fylgi við flokka í sveitarfélaginu.
Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar eina bæjarfulltrúa sínum. Verði þetta úrslit kosninganna í vor er meirihluti þessara tveggja flokka með Y-listanum, sem ekki býður nú fram, fallinn.
Sjálfstæðisflokkurinn er með rétt 40% fylgi og fengi fimm menn kjörna í bæjarstjórn. Hann hefur nú fjóra fulltrúa og fékk í síðustu kosningum 30,2% atkvæða, að því er fram kemur í fréttaskýringu um fylgismælinguna í Kópavogi í Morgunblaðinu í dag.