Klassískur grautur og kennitöluflakk

Brynjar Níelsson alþingismaður.
Brynjar Níelsson alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þegar betur er að gáð er hér ekkert annað á ferðinni en klassískur hrærigrautur og kennitöluflakk á vinstri vængnum.“

Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag í tilefni af skoðanakönnunum að undanförnu og fylgisaukningu nýrra framboða samkvæmt niðurstöðum þeirra. „Virðist vera svo að kjósendur haldi að hér séu að spretta upp frjálslyndir flokkar á miðjunni og hægra megin við miðju.“ Svo sé hins vegar ekki. 

„Meira að segja Píratar, sem þó eru frjálslyndir í afmörkuðum málum, eru dæmigerður vinstri flokkur í flestum málum. Ráðning á kosningastjóra í Reykjavík segir meira en mörg orð í þeim efnum. En svona getur farið þegar Sjálfstæðisflokkurinn heldur ekki uppi með skýrum hætti grunnstefnu sinni.“

Vísar hann þar til frétta af því að Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor, hafi verið fenginn til þess að stýra kosningabaráttu Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert