Stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar stendur fyrir fundi með íbúum Vesturbæjar og oddvitum framboða í komandi kosningum. Frambjóðendum verður boðið að svara fyrirspurnum íbúa um mál sem snerta hverfið.
Fundurinn verður haldinn í Sögusafninu við Mýrargötu (Alliance húsinu) mánudaginn 19.mai klukkan 20:00.
Þau mál sem hafa verið áberandi í umræðunni í Vesturbæ eru meðal annars:
- Samráðsferli borgaryfirvalda og íbúa
- Þétting byggðar í Vesturbæ, samgöngur, bílastæði, öryggi barna og gangandi og skólar
- Atvinnustarfssemi og þjónusta í hverfinu
- Frístunda-og útvistarsvæði og íþróttaaðstaða
- Félagsheimili fyrir íbúa og íbúakjarni í hverfinu fyrir ungt fólk með þroskahömlun
- Fjöldi gistirýma og hótela í Vesturbæ, staðsetning Rússneskrar rétttrúnaðarkirkju, tengsl Vesturbæjar við höfnina og fyrirhuguð byggð við sjóinn
Stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar: