Vinnur með og á móti flokknum

Gísli Halldór Halldórsson.
Gísli Halldór Halldórsson. bb.is

Gísli Halldór Halldórsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðar en beitir sér á sama tíma gegn flokknum sem bæjarstjóraefni Í-listans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í lok mánaðarins.

Þetta sérstaka fyrirkomulag útskýrir Gísli í samtali við Bæjarins besta með þeim hætti að hann sé fyrst og fremst að gegna trúnaðarstörfum fyrir bæjarbúa á Ísafirði. Sjálfstæðismenn hafi kosið sig í annað sæti framboðslista síns en bæjarbúar hafi hins vegar kosið hann í bæjarstjórn. Hann segist ekki hafa talið forsendur til þess að segja af sér sem bæjarfulltrúi þegar hann fór í framboð fyrir Í-listann.

„Ég vinn með Sjálfstæðisflokknum í bæjarstjórn en á móti flokknum í kosningabaráttunni. En það snýst um næstu bæjarstjórn, ekki þessa sem situr núna.“

Frétt Bæjarins besta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert