Mikill meirihluti kjósenda í Reykjavík vill að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mikill meirihluti kjósenda í Reykjavík vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, verði næsti borgarstjóri.

Í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans fyrir Morgunblaðið á fylgi borgarstjóraefna framboðslistanna er hann nefndur af 63% þátttakenda sem afstöðu tóku. Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, er nefndur af 19%.

„Ég er mjög þakklátur fyrir þennan stuðning og mun gera mitt til að standa undir honum. En það eru auðvitað kosningarnar sem gilda,“ sagði Dagur í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert