Ræða hvort Halldór stígi til hliðar

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálftsæðisflokksins.
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálftsæðisflokksins. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Stjórn Varðar, full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, mun funda um stöðu flokks­ins í borg­inni í há­deg­inu. Meðal þess sem verður rætt er hvort að Hall­dór Hall­dórs­son, odd­viti Sjálf­stæðismanna í Reykja­vík, skuli stíga til hliðar, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Júlí­us Víf­ill Ingvars­son skip­ar annað sæti list­ans.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nýt­ur 21,5% fylg­is í borg­inni og fengi þrjá menn kjörna ef gengið yrði til kosn­inga nú sam­kvæmt könn­un sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un vann fyr­ir Morg­un­blaðið og birt var í gær. 

Í könn­un sem blaðið birt­ir í dag kem­ur fram að 19% aðspurðra vilja að Hall­dór Hall­dórs­son verði næsti borg­ar­stjóri. 

Hall­dór Hall­dórs­son var val­inn til að leiða lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í próf­kjöri í nóv­em­ber. Hall­dór hlaut 1.802 at­kvæði í fyrsta sætið. 5.075 at­kvæði voru greidd. 102 seðlar voru auðir eða ógild­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert