Segir Halldór njóta stuðnings

Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar.
Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar. mbl.is/Ómar

Ótt­arr Guðlaugs­son, formaður Varðar – full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, seg­ir að stjórn­in lýsi yfir full­um stuðningi við Hall­dór Hall­dórs­son sem odd­vita Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík.

Stjórn Varðar hitt­ist á fundi í há­deg­inu sem lauk nú á öðrum tím­an­um. Að sögn Ótt­ars var um reglu­bund­inn fund að ræða. Ótt­arr neit­ar því að boðað hafi verið til fund­ar­ins til að ræða stöðu Hall­dórs fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. 

„Hann var ekki boðaður sér­stak­lega til að meta stöðu Hall­dórs held­ur var hann boðaður til að ræða kosn­ing­arn­ar og þau verk­efni sem framund­an eru,“ seg­ir Ótt­arr í sam­tali við mbl.is.

Þarf að koma mál­efn­um flokks­ins bet­ur á fram­færi

„Við lýs­um yfir stuðningi bæði við odd­vit­ann og fram­boðslist­ann í heild sinni,“ seg­ir Óttar er hann er spurður hvort það komi til greina að skipta um odd­vita.

„Okk­ar meg­in­verk­efni í dag er að koma mál­efn­um okk­ar bet­ur á fram­færi. Það eru verk­efni núm­er eitt, tvö og þrjú,“ seg­ir Ótt­arr.

Um 30 manns, bæði stjórn Varðar og kosn­inga­stjór­ar, sátu fund­inn sem lauk um 13:30.

Bar­áttu­and­inn til fyr­ir­mynd­ar

Eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ing var samþykkt á fundi Varðar í dag vegna um­fjöll­un­ar fjöl­miðla um stöðu Hall­dórs. Hún er svohljóðandi:

„Stjórn Varðar ít­rek­ar ein­róma full­an stuðning við fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins og odd­vita hans Hall­dór Hall­dórs­son.  Stjórn­in lýs­ir jafn­framt ánægju sinni með þann bar­áttu­anda sem rík­ir meðal  fram­bjóðenda flokks­ins.“   

Ræða hvort Hall­dór stígi til hliðar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert