Kosið verði um lóð undir mosku

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs framsóknarmanna og flugvallarvina í Reykjavík.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs framsóknarmanna og flugvallarvina í Reykjavík.

Odd­viti fram­sókn­ar­manna og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík, Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, vill að hætt verði við að út­hluta Fé­lagi múslima lóð und­ir mosku við Mörk­ina í Reykja­vík og út­hlut­un­in þess í stað bor­in und­ir borg­ar­búa í kosn­ingu. Frá þessu var greint í frétt á Vísi.

Tek­in var ákvörðun um lóðaút­hlut­un­ina síðastliðið haust.

Haft er eft­ir Svein­björgu að um per­sónu­lega skoðun henn­ar sé að ræða og að málið snú­ist um að gefa borg­ar­bú­um tæki­færi til þess að lýsa skoðun sinni á mál­inu. Hún vildi þó ekki svara því hvaða skoðun hún hefði sjálf á því. Fram kem­ur í frétt­inni að odd­vit­ar allra fram­boða í Reykja­vík séu fylgj­andi því að moska rísi í borg­inni en sjálf­stæðis­menn vilji hins veg­ar end­ur­skoða staðsetn­ing­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert