Staðgengill borgarstjóra hefur afnot af bíl hans

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég er staðgeng­ill borg­ar­stjóra og hef verið í fjög­ur ár,“ sagði Dag­ur B. Eggerts­son, formaður borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur, til skýr­ing­ar á því hvers vegna hann hef­ur haft aðgang að bíl­um í eigu borg­ar­inn­ar.

Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks lögðu fram í gær fyr­ir­spurn á fundi borg­ar­ráðs um notk­un Dags á bíl­um borg­ar­inn­ar en borg­ar­full­trú­um er ekki heim­ilt að nota þá.

„Ég sinni starfs­skyld­um borg­ar­stjóra við og við. Í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins voru tveir bíl­ar fyr­ir borg­ar­stjóra, for­seta borg­ar­stjórn­ar og staðgengla þeirra. Við fækkuðum þeim í einn bíl. Það er stóra breyt­ing­in á þessu kjör­tíma­bili,“ sagði Dag­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert