Leggjast gegn einkavæðingu á almannaeigum

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, skrifar undir yfirlýsinguna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, skrifar undir yfirlýsinguna.

Kjörn­ir full­trú­ar Vinstri grænna og fram­bjóðend­ur hreyf­ing­ar­inn­ar til sveit­ar­stjórna um land allt hafa und­ir­ritað yf­ir­lýs­ingu um að þeir muni ávallt beita sér gegn einka­væðingu á al­manna­eig­um.

Í til­kynn­ingu frá flokkn­um seg­ir að til­gang­ur­inn sé ann­ars veg­ar að vekja at­hygli á að uppi eru hug­mynd­ir um að hefja einka­væðingu á ýms­um eign­um al­menn­ings, til dæm­is heilsu­gæsl­unni og Lands­virkj­un sem mik­il­vægt sé að stöða. Hins veg­ar sé til­gang­ur­inn að und­ir­strika að Vinstri græn muni ekki gera mála­miðlan­ir þegar kem­ur að þess­um mál­um.

„Yf­ir­lýs­ing­ar ráðherra og þing­manna um einka­væðingu orku­fyr­ir­tækja sem og einka­væðingu í vel­ferðar- og al­mannaþjón­ustu gefa til­efni til að vera á varðbergi. Vinstri græn vilja að slík­ar grund­vall­ar­spurn­ing­ar séu rædd­ar í aðdrag­anda kosn­inga, ekki síður þegar kosið er til sveit­ar­stjórna en Alþing­is, því sveit­ar­fé­lög­in bera ábyrgð á stór­um hluta vel­ferðarþjón­ust­unn­ar og eiga mörg mik­il­væg­ustu orku-, veitu- og innviðafyr­ir­tæki lands­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Skora Vinstri græn á flokka og fram­boð að tala skýrt um áform sín í þess­um mál­um.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, skrifaði fyrst und­ir yf­ir­lýs­ing­una.

„Orku­fyr­ir­tæki, flug­vell­ir, vega­kerfið og aðrir innviðir sem við höf­um sem sam­fé­lag byggt upp sam­an eiga áfram að vera í sam­eig­in­legri eigu okk­ar og þjóna okk­ur öll­um,“ er haft eft­ir henni í til­kynn­ing­unni.

„Þetta á einnig við um al­mannaþjón­ust­una, vel­ferðar­kerfið, heil­brigðis­kerfið og mennta­kerfið; en þar leggj­um við einnig áherslu á að ef aðrir aðilar en op­in­ber­ir taka að sér slík­an rekst­ur sé ekki tek­inn arður út úr þeirri starf­semi enda á ekki að vera í boði að græða á vel­ferðarþjón­ustu,“ seg­ir hún.

Hún skor­ar jafn­framt á aðrar stjórn­mála­hreyf­ing­ar og fram­boð að gefa frá sér sam­bæri­lega yf­ir­lýs­ingu svo hægt sé að ná þver­póli­tískri sátt um að al­manna­eig­ur verði það áfram í sam­eig­in­legri eigu al­menn­ings í land­inu.

Edward Hujibens, sem er í 2. sæti VG á Akureyri, …
Edw­ard Huji­bens, sem er í 2. sæti VG á Ak­ur­eyri, Líf Magneu­dótt­ir, 2. sæti VG í Reykja­vík og Andrés Rún­ar Inga­son, odd­viti VG í Árborg.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka