Frjálslyndi og gleði í borginni

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir frjálslyndi og gleði hafa einkennt borgarpólitíkina á kjörtímabilinu sem er að líða auk þess sem tekist hafi að ná um erfið mál eins og fjármál Orkuveitunnar. Kosningarnar snúist um hvort halda eigi áfram á þeirri braut.

mbl.is mun fram að kosningum birta stutt viðtöl við oddvita framboða í stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Spurningarnar eru einfaldar og fáar: Hvað er brýnt að ganga í strax að kosningum loknum – og um hvað snúast kosningarnar að þessu sinni? Þá fengu frambjóðendur að velja sér stað sem þeir útskýra af hverju varð fyrir valinu. 

Dagur valdi að hittast í Elliðaárdalnum þar sem hann lék sér að því að synda í ánum þegar hann var á sínum yngri árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert