Gunnar Bragi tekur undir orð Sigrúnar

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tekur undir ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um að skoðanir Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins og flugvallarvina í Reykjavík, um byggingu mosku endurspegli ekki afstöðu flokksins. Þess í stað gangi þær þvert á stefnu hans.

Svein­björg vill að hætt verði við að út­hluta Fé­lagi múslima lóð und­ir mosku við Mörk­ina í Reykja­vík og út­hlut­un­in þess í stað bor­in und­ir borg­ar­búa í kosn­ingu.

Í samtali við fréttastofu RÚV vísaði Sigrún í samþykktir flokksins sem snúa að jafnrétti og mannréttinda, sem og stjórnarskrá Íslands.

Hreiðar Eiríksson, sem sat í fimmta sæti á lista flokksins í borginni, styður ekki framboðið lengur, en ástæðan var einmitt ummæli Sveinbjarnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert