Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tekur undir ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um að skoðanir Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins og flugvallarvina í Reykjavík, um byggingu mosku endurspegli ekki afstöðu flokksins. Þess í stað gangi þær þvert á stefnu hans.
Sveinbjörg vill að hætt verði við að úthluta Félagi múslima lóð undir mosku við Mörkina í Reykjavík og úthlutunin þess í stað borin undir borgarbúa í kosningu.
Í samtali við fréttastofu RÚV vísaði Sigrún í samþykktir flokksins sem snúa að jafnrétti og mannréttinda, sem og stjórnarskrá Íslands.
Hreiðar Eiríksson, sem sat í fimmta sæti á lista flokksins í borginni, styður ekki framboðið lengur, en ástæðan var einmitt ummæli Sveinbjarnar.