Kosningastjórnin ræðir moskumálið í dag

Kosningastjórn Framsóknarflokksins ræðir moskumálið í dag.
Kosningastjórn Framsóknarflokksins ræðir moskumálið í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Kosningastjórn Framsóknarflokks og flugvallarvina ætlar að halda fund í dag.

Svonefnt moskumál var ekki á dagskrá en málið verður örugglega rætt á fundinum, að sögn Benedikts Gústafssonar, formanns kosningastjórnar. Enginn formlegur fundur var haldinn um liðna helgi í kosningastjórn varðandi þetta mál, að sögn Benedikts.

„Það eina sem ég get sagt um þetta á þessari stundu er að vitna til samþykkta Framsóknarflokksins og afstöðu hans til trúfrelsis og mannréttinda,“ sagði Benedikt. Í stefnuskrá hafnar Framsóknarflokkurinn hvers konar mismunun, m.a. á grundvelli trúar. „Við munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs,“ segir í stefnuskránni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert