„Við stöndum fyrir úthverfin“

Brýnast er að finna lausnir í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík. Flokkinn segir hún standa fyrir úthverfin og hún boðar breytta stefnu í Úlfarsárdal.

mbl.is mun fram að kosningum birta stutt viðtöl við oddvita framboða í stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðunum. Spurningarnar eru einfaldar og fáar: Hvað er brýnt að ganga í strax að kosningum loknum – og um hvað snúast kosningarnar að þessu sinni? Þá fengu frambjóðendur að velja sér stað sem þeir útskýra af hverju varð fyrir valinu. 

Það er Sveinbjörg sem ríður á vaðið en hún kaus að hitta okkur í Grafarholti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert