Vilja efla lýðræðið og þátttöku fólks í ákvarðanatöku

Helsta stefnumál Pírata í borginni er að efla lýðræðið og að fólk fái möguleika á því að taka virkari þátt í ákvörðunartöku. Halldór Auðar Svansson er kafteinn Pírata í Reykjavík, hann segir netið ekki vera eina lýðræðisvettvanginn sem megi virkja og bendir á auð svæði sem megi nýta betur.

mbl.is mun fram að kosningum birta stutt viðtöl við oddvita framboða í stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Spurningarnar eru einfaldar og fáar: Hvað er brýnt að ganga í strax að kosningum loknum – og um hvað snúast kosningarnar að þessu sinni? Þá fengu frambjóðendur að velja sér stað sem þeir útskýra af hverju varð fyrir valinu. 

Halldór kaus að hitta okkur á æskustöðvunum í Bakkahverfinu í Breiðholti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert