Moska og hof undir sama hatt?

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði Morgunblaðið/Golli

Ása­trú­ar­menn velta því nú fyr­ir sér hvort lóð sem þeim hef­ur verið út­nefnd yrði einnig aft­ur­kölluð, næðu hug­mynd­ir Fram­sókn­ar­flokks­ins og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík fram að ganga. Alls­herj­argoði seg­ist ekki skilja hvers vegna taka eigi múslima út fyr­ir sviga.

Ása­trú­ar­fé­lagið er eitt þeirra trú­fé­laga sem, auk þjóðkirkj­unn­ar, hafa fengið ókeyp­is lóðir í Reykja­vík, í sam­ræmi við sveit­ar­stjórn­ar­lög. Ása­trú­ar­fé­lagið fékk lóð í Öskju­hlíð, búdd­ist­ar við Rauðavatn, rúss­neska rét­trúnaðar­kirkj­an við Mýr­ar­götu og Fé­lag mús­líma lóð í Soga­mýri.

Verða lóðir annarra trú­fé­laga aft­ur­kallaðar?

Mik­il umræða hef­ur skap­ast síðustu daga um um­mæli Svein­bjarg­ar Birnu Svein­björns­dótt­ur odd­vita fram­sókn­ar­manna og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík um út­hlut­un lóðar til Fé­lags múslima und­ir fyr­ir­hugaða bygg­ingu mosku. 

Þar seg­ist Svein­björg vilja að hætt verði við að út­hluta lóðinni og út­hlut­un­in þess í stað bor­in und­ir borg­ar­búa í kosn­ingu. Í sam­tali við Vísi.is lýsti Svein­björg því m.a. yfir að á meðan þjóðkirkja væri í land­inu teldi hún að ekki ætti að út­hluta lóðum und­ir hús eins og mosk­ur eða kirkj­ur fyr­ir grísku rétt­trúnaðar­kirkj­una. 

Meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhyggj­um vegna máls­ins er Ingólf­ur Her­manns­son, meðlim­ur í Ása­trú­ar­fé­lag­inu. Í bréfi sem hann sendi Svein­björgu í gær­kvöldi spyr Ingólf­ur hvort stefna Svein­bjarg­ar komi til með að hafa áhrif á lóð Ása­trú­ar­fé­lags­ins. Í pósti sín­um seg­ir Ingólf­ur meðal ann­ars:

„Ása­trú­ar­fé­lagið, sem ég er meðlim­ur í, fékk fyr­ir nokkr­um árum út­hlutað lóð fyr­ir hof eft­ir ára­tuga bið. Enn sem komið er eru þó eng­ar fram­kvæmd­ir hafn­ar og því verður ekki bet­ur séð en að við séum í sömu stöðu og Fé­lag múslima, með út­hlutaða lóð sem ekki er byrjað að byggja á.“

Í kjöl­farið kref­ur Ingólf­ur Svein­björgu svara um það hvort hún hygg­ist aft­ur­kalla lóðarút­hlut­un­ina til Ása­trú­ar­fé­lags­ins nái hún kjöri til borg­ar­stjórn­ar.

„Um­mæl­in sett fram af vanþekk­ingu“

Hilm­ar Örn Hilm­ars­son alls­herj­argoði tel­ur um­mæl­in dæma sig að miklu leyti sjálf og seg­ir þau sett fram af mik­illi vanþekk­ingu á ís­lensku stjórn­kerfi og lög­um. „Maður fer þá að spyrja sig hvort draga eigi til baka lóðir sem krist­in trú­fé­lög hafa fengið í gegn­um tíðina, en þau eru ansi mörg. Hvar á að draga mörk­in?“ spyr Hilm­ar.

Í sam­tali við fjöl­miðla lét Svein­björg m.a. hafa eft­ir sér að hún teldi ekki rétt að trú­fé­lög fengju út­hlutað lóðum und­ir mosk­ur eða önn­ur sam­bæri­leg hús. Bæna­hús þættu henni hins veg­ar ann­ars eðlis og væri ekki mót­fall­in þeim.

Ingólf­ur seg­ist ekki telja ljóst und­ir hvorn flokk­inn hofið falli. „Ég átta mig ekki al­veg á því í hverju mun­ur­inn felst, en ég sé ekki bet­ur en þetta lof­orð henn­ar geti átt við hofið rétt eins og mosk­una“.

„Lítið um bæna­hald í ása­trú“

Að sögn Hilm­ars alls­herj­argoða er lítið um bæn­ir í ása­trú og þykir hon­um því ólík­legt að hofið falli í flokk bæna­húsa. „Við erum lítið fyr­ir bæn­ir, þannig að vafa­laust mynd­um við dæm­ast úr leik út frá því. Við biðjum guð hvorki um greiða né náð svo við erum kom­in á erfitt svæði hvað það varðar, bæna­hald er ekki stór hluti af heiðni. Það er nátt­úr­lega til gam­alt ís­lenskt fyr­ir­bæri sem var bæn­hús og tók við af blót­hús­um, mögu­lega á hún við það og hef­ur bætt við einu a-i, ég veit það ekki.“

Ása­trú­ar­fé­lagið er á miklu skriði, en fé­lags­menn eru komn­ir yfir 2500 og stefnt er að bygg­ingu hofs í sum­ar. Veg­ferðin hef­ur þó ekki gengið hind­rana­laust, en fyrst sótti fé­lagið um lóð árið 1973. Rétt­um 30 árum síðar, árið 2003, var form­lega sótt um lóð hjá borg­inni og nú fyrst árið 2014 er út­lit fyr­ir bygg­ingu að sögn Hilm­ars.

„Við höf­um haslað okk­ur völl, erum bún­ir að reisa minn­is­varða um Svein­björn Bein­teins­son og það er búið að samþykkja deili­skipu­lag þannig að við höf­um kom­ist í gegn­um ýms­ar búró­kra­tísk­ar hindr­an­ir. Ég skil hins veg­ar ekki af hverju á að taka múslima út fyr­ir sviga. Ef fólk vill breyta lands­lög­um þannig að það verði einn siður, sem væri þá vænt­an­lega mót­mæl­enda­trú, býst ég við að við mynd­um detta út. Það er hins veg­ar sem bet­ur fer aðeins lengra og flókn­ara ferli held­ur en ein­ar íbúa­kosn­ing­ar.“

Hér má lesa póst Ing­ólfs Her­manns­son­ar í heild sinni:

Aft­ur­köll­un á lóð Ása­trú­ar­fé­lags­ins

Sæl Svein­björg.

Vegna um­mæla þinna um að þú hygg­ist aft­ur­kalla út­hlut­un á lóð und­ir mosku verð ég að spyrja þig hvort hið sama eigi við um lóð Ása­trú­ar­fé­lags­ins und­ir hof.

Ása­trú­ar­fé­lagið, sem ég er meðlim­ur í, fékk fyr­ir nokkr­um árum út­hlutað lóð fyr­ir hof eft­ir ára­tuga bið.
Enn sem komið er eru þó eng­ar fram­kvæmd­ir hafn­ar og því verður ekki bet­ur séð en að við séum í sömu stöðu og Fé­lag múslima, með út­hlutaða lóð sem ekki er byrjað að byggja á.

Þess vegna verð ég hér að krefja þig svars um það hvort þú hygg­ist aft­ur­kalla lóðaút­hlut­un­ina til Ása­trú­ar­fé­lags­ins, náir þú kjöri til borg­ar­stjórn­ar.

Ég sendi af­rit af þess­ari spurn­ingu á helstu fjöl­miðla, enda á svarið beint er­indi við þúsund­ir Íslend­inga, og ég vona að þeir muni fylgja spurn­ingu minni eft­ir ef það stend­ur á svör­um.

Kær kveðja,
Ingólf­ur Her­manns­son

„Jafnt eigi yfir alla að ganga“

Í svari sem Svein­björg sendi við póst­in­um nú síðdeg­is seg­ist hún vera á móti ókeyp­is út­hlut­un lóða til trú­fé­laga og í því miði eigi jafnt yfir alla að ganga. Jafn­framt seg­ir hún það eiga að vera í hönd­um borg­ar­búa að velja hvort slík­ar út­hlut­an­ir eigi al­mennt að eiga sér stað. Svar henn­ar má lesa í heild sinni hér að neðan.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert