Munaði bara einu atkvæði

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

Einungis munaði einu atkvæði á milli fyrsta manns Framsóknarflokksins og flugvallarvina og fjórða manns Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í nýrri skoðanakönnun sem MMR birti í gær.

Töluvert hefur verið rætt um niðurstöðu skoðanakönnunarinnar og bent á að miðað við einn aukastaf þá ætti Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem skipar fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina, að ná inn í borgarstjórn en Áslaug María Friðriksdóttir, sem skipar fjórða sætið hjá Sjálfstæðisflokknum að detta út úr borgarstjórn. Aftur á móti kom fram í tilkynningu frá MMR í gær að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjóra menn kjörna í borgarstjórn og Framsóknarflokkurinn enga.

Samkvæmt upplýsingum frá MMR voru í kosningunum 2010 59.523 gild atkvæði talin í Reykjavík.

Ef þeim er skipt á lista miðað við niðurstöður könnunar MMR sem birt var í gær þá kemur í ljós  að fjórði maður D lista er með 3144 atkvæði á bakvið sig á meðan næsti maður inn er fyrsti maður B lista með 3143 atkvæði á bakvið sig. Það munar sumsé bara einu atkvæði, samkvæmt upplýsingum frá MMR. 

Ef einungis er notaður einn aukastafur við útreikningana þá er niðurstaðan ekki rétt þegar svo litlu munar. 

Það er 0,1% af 59.523 akvæðum eru 59,5 atkvæði.

Hins vegar er 0,01%=6 atkvæði og 0,001=0,6 atkvæði.

Þannig að lágmarkið er að nota 3 aukastafi ella verður niðurstaðan „röng“, segir í skýringum sem fengust hjá MMR.

Frétt mbl.is

Áslaug María Friðriksdóttir
Áslaug María Friðriksdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert