Aukið traust með auknu gegnsæi

Gegnsæi og sjálfsákvörðunarréttur eru grunnstoðir í stefnu Pírata í Kópavogi. Þeir vilja opna bókhald bæjarins upp á gátt svo íbúar Kópavogs geti veitt bæjaryfirvöldum aukið aðhald, en spilling þrífst illa fyrir opnum tjöldum.

Ingólfur Árni Gunnarsson, oddviti flokksins, segir sveitastjórnarkosningarnar snúast um að kjósa fólk sem hægt sé að treysta til að reka bæinn með hagsmuni allra bæjarbúa að leiðarljósi.

mbl.is mun fram að kosningum birta stutt viðtöl við oddvita framboða í stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Spurningarnar eru einfaldar og fáar: Hvað er brýnt að ganga í strax að loknum kosningum – og um hvað snúast kosningarnar að þessu sinni? Þá fengu frambjóðendur að velja sér stað sem þeir útskýra af hverju varð fyrir valinu.

Ingólfur kaus að hitta okkur í Bakkasmára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert