Dagur treystir „Rögnunefndinni“

mbl.is/Styrmir Kári

Oddvitar framboðanna í Reykjavík eru samankomnir í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins og voru þeir spurðir út í afstöðu sína til flugvallarins í Vatnsmýrinni. Voru frambjóðendur beðnir um að svara játandi eða neitandi. 

Flestir frambjóðendurnir sögðust treysta flugvallarnefndinni, sem undir stjórn Rögnu Árnadóttur fyrrverandi ráðherra, til að móta framtíðartillögur um flugvöllinn í Reykjavík og skilar af sér niðurstöðum í lok árs.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar sagðist treysta Rögnunefndinni „fullkomlega,“ jafnvel þótt niðurstaða hennar mæli með breytingum á flugvellinum á núverandi stað í Vatnsmýrinni.

Tók Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna  tók í sama streng. Oddvitar Framsóknar og flugvallarvina, Alþýðuflokksins og Dögunar sögðust allir vilja hafa flugvöllinn á sama stað.

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins sagðist vilja hafa flugvöllinn áfram á sama stað ef ekki finnst annar staður í Reykjavík og vill ekki að flugvöllurinn fari til Keflavíkur. 

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert