Kerfið setji börnin í fyrsta sæti

Oddvitarnir í Efstaleiti í kvöld
Oddvitarnir í Efstaleiti í kvöld mbl.is/Styrmir Kári

Vinstri græn­ir leggja fram til­lögu um gjald­frjáls­an leik­skóla á meðan Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur áherslu á gæðamál í skól­un­um. Odd­vit­ar flokk­anna tók­ust á um skóla­mál­in í kosn­ingaþætti Rík­is­út­varps­ins í kvöld.

Rætt var um sam­ein­ing­ar skóla sem hafa verið fram­kvæmd­ar á kjör­tíma­bil­inu. Dag­ur B. Eggerts­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir þær hafa verið erfiðar, en nauðsyn­leg­ar. Alls seg­ir Dag­ur að sam­ein­ing­arn­ar hafi sparað borg­inni um 560 millj­ón­ir króna á tveim­ur árum. Þá fagnaði Dag­ur því að grunn­skóla­kenn­ar­ar hafi samþykkt kjara­samn­inga nú í vik­unni. „Sam­fylk­ing­in er með nokk­ur lyk­il­verk­efni í for­grunni. Það er læsi, mál­efni drengja, og að mæta verði nem­end­um á eig­in for­send­um,“ seg­ir Dag­ur.

Upp­lýs­ing­ar úr könn­un­um verði birt­ar

Hall­dór Hall­dórs­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði gæðamál­in afar brýn og gaf lítið fyr­ir áhyggj­ur af því að skap­ast kynnu „elítu­hverfi“ ef niður­stöður úr rann­sókn­um yrðu gerðar op­in­ber­ar. „Þetta eru ekki upp­lýs­ing­ar sem eiga að vera læst­ar ofan í skúffu sér­fræðinga. For­eldr­ar eiga að fá þess­ar upp­lýs­ing­ar og það gef­ur öll­um tæki­færi á að gera bet­ur,“ sagði Hall­dór og átti þá við meðal ann­ars niður­stöður úr Pisa-könn­un­um og niður­stöður í sam­ræmd­um próf­um. „Kenn­ar­ar og for­eldr­ar setja börn í fyrsta sætið, það er kom­inn tími til þess að kerfið geri það líka,“ bætti Hall­dór við. 

Börn ekki notuð sem til­rauna­dýr

„Ég sætti mig ekki við það sem móðir að barnið mitt sé notað sem til­raun­ar­dýr þegar kem­ur að lestr­ar­kennslu,“ seg­ir Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, odd­viti Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina.

Hún seg­ist vilja líta til verk­efn­is­ins „Blíðari byrj­un“ auk þess sem verk­efnið skóli án aðgrein­ing­ar verði end­ur­skoðað. „Þessi til­raun­ar­starf­semi sem sett var af stað, Skóli án aðgrein­ing­ar, því fylgdu ekki næg­ir fjár­mun­ir og við vilj­um for­gangsraða fjár­mun­um í þágu mennta­kerf­is­ins.“

mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka