Búið að opna kjörstaði

Kjörstaðir verða að jafnaði opnir til klukkan 22 í kvöld.
Kjörstaðir verða að jafnaði opnir til klukkan 22 í kvöld. Ómar Óskarsson

Kjörstaðir hafa nú flestir verið opnaðir og verða þeir að jafnaði opnir til klukkan 22 í kvöld. Kjörsóknir geta þó ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr. Hér má finna upplýsingar um kjörstaði í sveitarstjórnarkosningunum 2014. 

Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningunum á vefnum kosning.is. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag.

Í öllum fjölmennustu sveitarfélögum landsins birtast einnig upplýsingar um kjörstaði og kjördeildir. Rúmlega 30 sveitarfélög eru tengd kjörskrá með þessum hætti.

239.810 manns eru nú á kjör­skrá á land­inu öllu, og hef­ur kjós­end­um því fjölgað um rúm­lega 6% frá því á ár­inu 2010. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sýslu­mann­in­um í Reykja­vík höfðu 19.233 manns kosið utan kjör­fund­ar á land­inu öllu í gær­kvöldi. Þetta eru mun fleiri en fyr­ir fjór­um árum en þá höfðu 7.839 greitt at­kvæði utan kjör­fund­ar dag­inn fyr­ir kjör­dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert