Dagur: „Vona að meirihlutinn haldi“

Dagur B. Eggertsson segist hafa fyrirvara á fyrstu tölum í Reykjavík, en stóru tíðindin séu þó þau að Samfylkingin sé orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Hann fagnar því að meirihlutinn standi, samkvæmt fyrstu tölum, en það standi þó tæpt.

„Það verður spennandi að sjá þróunina í nótt en ég vona sannarlega að meirihlutinn haldi,“ sagði Dagur í samtali við mbl.is í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar fyrstu tölur lágu fyrir.

Samfylking er með 31,9% atkvæða þegar fyrstu 5.118 atkvæðin höfðu verið talin og 6 menn inni. Það er nokkru minna en kosningakannanir sögðu til um, en mikil aukning frá síðustu borgarstjórnarkosningum.

Aðspurður um hans mikla persónufylgi í kosningunum sagði Dagur ekki vera sitt að skýra það, en hann hefði haft góðan hóp með sér bæði á framboðslistanum og í borgarstjórn undanfarin ár og sagðist hann eiga mikið að þakka öllu því fólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert