Von á fyrstu tölum um kl. 22.30

Kjörseðillinn í Reykjavík þetta árið.
Kjörseðillinn í Reykjavík þetta árið. mbl.is/Golli

Von er á fyrstu tölum úr borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík upp úr klukkan 22.30 í kvöld að sögn Tómasar Hrafns Sveinssonar, formanns kjörstjórnar í Reykjavík. Flokkun atkvæða hefst um klukkan s19 og talningin sjálf þegar kjörstöðum hefur verið lokað klukkan 22. 

Nú klukkan 17 höfðu 31.473 kosið í Reykjavík, heldur færri en fyrir fjórum árum þegar 38.503 höfðu kosið á sama tíma. 

Sjá tölur yfir kjörsókn í Reykjavík hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka