Kjörsókn í Reykjavík lakari en síðast

mbl.is/Eggert

Kjörsóknin í Reykjavík er umtalsvert lakari nú en hún var í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Klukkan þrjú í dag höfðu 21.776 kjósendur greitt atkvæði í borginni, eða 24,07% af þeim 90.487 manns sem eru á kjörskrá.

Á sama tíma fyrir fjórum árum höfðu 26.022 manns kosið og var kjörsóknin þá 30,3%.

Kjörsóknin hefur ekki heldur tekið við sér í Kópavogi. Klukkan þrjú höfðu 5.400 kjósendur grett atkvæði og var kjörsóknin þá 22,9%. Kjörsóknin var hins vegar 28,4% á sama tíma árið 2010.

Kjörsóknin á Ísafirði er nánast sú sama, upp á aukastaf, og fyrir átta árum, að sögn Hildar Halldórsdóttur, formanns kjörstjórnar á Ísafirði. Klukkan þrjú í dag höfðu 1.017 manns kosið og var kjörsóknin 37,6%. Hún er einnig á mjög svipuðum slóðum og fyrir fjórum árum. „Það stefnir því allt í ágæta kjörsókn,“ segir hún.

950 manns hafa greitt atkvæði í Borgarbyggð. 2.598 manns eru á kjörskrá og því er kjörsóknin um 37%.

Í Sveitarfélaginu Skagafirði höfðu 964 manns kosið klukkan þrjú. Kjörsóknin var 32,1%.

340 manns höfðu greitt atkvæði í Snæfellsbæ um þrjúleytið í dag og var kjörsóknin um það bil 30%.

Kjörsókn var 18,29% í Fjarðabyggð klukkan þrjú, en þá höfðu 18,29% kosið þar á bæ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert